


Snæbjörn Arngrímsson er fæddur í nóvember árið 1961.
Fyrstu æviárin bjó hann á Odda á Rangárvöllum en flutti til Reykjavíkur árið 1964.
Hann varð stúdent frá MH árið 1980.
Stundaði nám í sálfræði og bókmenntum við Háskóla Íslands.
Samhliða námi stofnaði Snæbjörn bókaforlagið Bjart og hóf síðar einnig bókaútgáfurekstur í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og tók þátt í að setja á laggirnar forlögin Hr. Ferdinand, C&K forlag, Don Max og Weyler forlag. Síðla árs 2017 seldi Snæbjörn hlut sinn í forlagsstarfseminni, hætti bókaútgáfu og sneri sér að ritstörfum
Fyrsta frumsamda bók Snæbjörns var barnabókin Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins.
Bókin hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2019, var tilnefnd til Bóksalaverðlaunanna og var bókin einnig tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar.
Önnur bókin í bókaflokknum um Millu og Guðjón G. Georgsson kemur út þann 8. október 2020 og heitir Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf.
Snæbjörn hefur auk þess verið virkur þýðandi og þýtt á annan tug bóka.