Ný bók kemur út þann 8. október 2020

Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf er heitið á nýrri bók um Millu og Guðjón G. Georgsson sem kemur út hjá Forlaginu þann 8. október 2020.

Það er haust í Álftabæ og skólinn nýbyrjaður. Til Álftabæjar hefur flutt kona sem bæði er glæsileg, rík og dularfull. Hún er kölluð furstynjan. Skömmu eftir komu furstynjunnar til þorpsins er ómetanlegum, útskornum froski stolið frá heimili hennar. Á saman tíma hverfur Doddi, einn af bekkjarfélögum Millu. Ekki eru augljós tengsl þar á milli.

Valda þessi atvik miklu uppnámi í Álftabæ. Á meðan mikil leit er gerð að Dodda reyna vinirnir Milla og Guðjón G. Georgsson að finna skýringuna á hvarfi bekkjarfélaga þeirra, leysa málið með hina stolnu froskastyttu og finna hvort samhengi sé þar á milli. 

Brátt kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist. Milla og Guðjón G. Georgsson takast á hendur æsispennandi leiðangur til að reyna að komast að afdrifum bekkjarfélaga síns, þau flækjast inn í furðulegt glæpamál og grafa upp gömul skjöl til að rannsaka atvik úr fortíðinni sem geta veitt þeim skýringar á nýjum vanda sem steðjar að þorpinu. Í þessum hremmingum læra Milla og Guðjón G. Georgsson að skilja mikilvægi hjálpseminnar, gleði vináttunnar og ofurkraftinn sem hugrekkið veitir. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: