Kápuhönnuðurinn Alexandra Buhl hefur síðustu vikur unnið hörðum höndum við hönnun á kápu og bæjarkorti fyrir nýju bókina um Millu og Guðjón G. Georgsson; Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf. Kápan er í stíl við kápu fyrri bókarinnar í Álftabæjarbókaflokknum; Rannsóknin á leyndardómum eyðihússins. Bókin gerist á haustmánuðum og endurspeglar litavalið – gulir, brúnir og rauðir litir – þá árstíð sem sagan gerist. Hér má sjá afrakstur vinnu Alexöndru.
