Bókaforlagið ABC hefur keypt útgáfuréttinn á Rannsókninni á leyndardómum eyðihússins til útgáfu í Danmörku og Svíþjóð. ABC forlagið sérhæfir sig í útgáfu á framúrskarandi barnabókum og áætlar forlagið að bókin komi samtímis út í Danmörku og Svíþjóð í byrjun maí 2020.